Lýkur skipulögðu doktorsnámi samkvæmt nýjum reglum Háskóla ÍslandsFyrst til að ljúka skipulögðu doktorsnámi frá Háskóla Íslands undir handleiðslu leiðbeinanda skólans, eftirliti doktorsnefndar og samkvæmt nýjum reglum skólans um doktorsnám er Hafrún Friðriksdóttir sem lýkur námi í lyfjafræði 8. febrúar 1997. Hafrún er fyrsti lyfjafræðingurinn sem ver doktorsritgerð við Háskóla Íslands og jafnframt önnur konan sem ver doktorsritgerð við skólann. 

Sjá nánar

Háskóli Íslands útskrifaði níu doktora úr fjórum deildum árið 2003 og árið 2004 voru brautskráðir 10 doktorar úr fjórum deildum. Síðan tók Háskólinn flugið í doktorsvörnum. Árið 2009 voru brautskráðir 32 doktorar. Fjöldi doktorsnema við Háskóla Íslands var 497 manns í febrúar 2011.