Stúdentar mótmæla við inngang ÁrnagarðsStúdentar mótmæla þann 3. maí þetta ár heimsókn William Rogers, utanríksráðherra Bandaríkjanna í Árnagarð þar sem Handritastofnun er til húsa. Mótmælendum tókst að koma í veg fyrir heimsóknina en hér sjást þeir með mótmælaborða við inngang hennar.

Sjá nánar

Myndin birtist í Tímanum þann 4. maí 1972 með eftirfarandi myndatexta : „Móttökunefndin við Árnagarð. Yfir dyrum er fáni Þjóðfrelsisfylkingarinnar Víetnam. Mómælaborðar blasa við og ræða flutt í hátalara. Í andyrinu var hópur fólks, sem ákveðinn var í að hleypa ráðherranum og fylgdarliði ekki inn“.