Orðabók háskólansHinn 29. september samþykkir háskólaráð að ráða mann til að hefja orðtöku rita eftir fyrirmælum kennara í íslenskum fræðum. Samþykktin markar upphaf starfsemi Orðabókar háskólans. Í kjölfarið var Árni Kristjánsson ráðinn til að vinna að orðtökunni og réttum tveimur árum síðar var komið á yfirstjórn orðabókarverkefnisins.

Sjá nánar

Fyrri hluta árs 1947 voru starfsmenn orðnir tveir og í ársbyrjun 1948 urðu þeir þrír er Jakob Benediktsson var ráðinn til að taka við forstöðu verksins. Má segja að þá hafi Orðabók háskólans orðið háskólastofnun þó að það hafi ekki verið formlega staðfest fyrr en með reglugerð árið 1966.