Ný fræðslulöggjöf sett á ÍslandiNý fræðslulöggjöf sett á Íslandi árið 1946. Með löggjöfinni voru opinberir skólar í landinu, sem voru kostaðir eða styrktir af almannafé, í fyrsta sinn felldir inn í skilgreint, samfellt skólakerfi og var það grundvallarmarkmið laganna. Samkvæmt nýju lögunum var tekið upp samræmt skólakerfi um land allt sem greindist í fjögur stig, barnafræðslustig, gagnfræðastig, menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig.

Sjá nánar

Annað meginmarkmið fræðslulaganna 1946 var að jafna möguleika ungs fólks til náms og opna leiðir til áframhaldandi menntunar að loknu skyldunámi. Breytingar á skólakerfinu þetta ár gerðu nemendum kleift að þreyta landspróf en það veitti þeim aðgang að menntaskólum og með því voru inntökupróf í þá lögð niður og menntaskólanámið stytt úr sex árum í fjögur.