Ýmis stórafmæli þetta árLagadeild fagnaði því 1. október að 100 ár voru liðin frá því að lagakennsla hófst á
Íslandi. Í tilefni af afmælinu gekkst deildin fyrir fjölbreyttri afmælisdagskrá með
hátíðarmálþingi, ráðstefnum og málstofum með helstu fræðimönnum
lögfræðinnar á Íslandi og erlendum gestum.

Sjá nánar


Kennaraháskóli Íslands fagnaði aldarafmæli sínu 7. júní með veglegri hátíð í
Borgarleikhúsinu, en þá voru liðin 100 ár frá setningu fyrstu fræðslulaga og
stofnun Kennaraskóla Íslands. Við þetta tækifæri voru brautskráðir fyrstu þrír
doktorarnir frá skólanum og lýst kjöri heiðursdoktora. Efnt var til sýningar í
Þjóðarbókhlöðunni í maí í tilefni af 100 ára afmælinu og gefið út veglegt
afmælisrit.

Hinn 14. nóvember var haldin vegleg athöfn í Hátíðarsal í tilefni af því að 70 ár
voru liðin frá upphafi kennslu í viðskiptafræði og hagfræði á Íslandi. Við þetta
tækifæri var lýst kjöri þriggja heiðursdoktora.

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands hélt upp á 25 ára afmæli sitt í október
með fjölbreyttri afmælisdagskrá. Starfsemi Endurmenntunarstofnunar hefur eflst
með ári hverju og hefur hún aldrei verið fjölbreyttari og öflugri en nú.

Í tilefni af 20 ára afmæli Tæknigarðs var í nóvember haldin afmælishátíð og
jafnframt veitt hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands fyrir bestu tillögur að
verkefnum sem geta orðið að gagni í íslensku samfélagi. Á þeim 20 árum sem
Tæknigarður hefur starfað hefur hann fóstrað mikinn fjölda sprotafyrirtækja sem
mörg hver hafa orðið að öflugum og framsæknum þekkingarfyrirtækjum.

Einnig var afmælisnefnd Háskóla Íslands skipuð á þessu ári til þess að starfa að undirbúningi aldarafmælis skólans árið 2011.