Konfúsíusarstofnunin Norðurljós stofnsett og samstarf aukið við kínverska háskólaKonfúsíusarstofnunin Norðurljós stofnsett þann 16. maí þetta ár. Hún er meðal 280 sambærilegra stofnana sem starfræktar eru við háskóla um allan heim. Tilgangur stofnunarinnar er að styðja við nám í kínverskri tungu, sem og fræðslu um kínverska menningu og samfélag.

Sjá nánar

Háskóli Íslands undirritar formlega samstarfssamninga við nokkra helstu skóla í Kína. Við Háskóla Íslands er nú boðið upp á kínversk fræði sem aðalgrein og Austur-Asíufræði sem aukagrein og að auki má nefna að japönsk fræði sem aðalgrein eru  einnig kennd við skólann.