Tæknigarður tekinn í notkun



Tæknigarður tekinn í notkun. Tæknigarður var fljótlega fullnýttur af sprotafyrirtækjum og ýmsum stofnunum Háskólans. Tæknigarður átti að vera vettvangur nýrra hugmynda og tækifæra í upplýsinga- og tölvutækni því að framfarir voru örar í tölvutækni og sjálfvirkni á þessum tíma. Jafnframt var Reiknistofnun háskólans og Endurmenntunarstofnun háskólans til húsa í Tæknigarði.

Sjá nánar

Í afmælisriti, sem gefið var út í tilefni 20 ára afmælis Tæknigarðs, er getið um 77 fyrirtæki sem þar hafa starfað. Af þeim eru um 30 fyrirtæki enn starfandi, um 30 hafa hætt starfsemi og önnur hafa sameinast öðrum fyrirtækjum. Arkitektar Tæknigarðs eru Ormar og Örnólfur.