Dalai Lama heimsækir Háskóla ÍslandsNóbelsverðlaunahafinn Dalai Lama heimsækir Háskóla Íslands í boði rektors og Hugvísindasviðs þann 2. júní þetta ár. Dalai Lama átti samverustund með stúdentum og starfsfólki skólans. Samkoman fór fram í Hátíðasal í Aðalbyggingu. Dagskráin var á þá leið að Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands, setti samkomuna, síðan hélt Dalai Lama framsögu og að því búnu átti hann samræðu við þrjá kennara Háskólans.

Sjá nánar

Það voru þau Pétur Pétursson, prófessor í guðfræði, Pál Skúlason, prófessor í heimspeki og fyrrverandi háskólarektor, og Sigríði Þorgeirsdóttur, dósent í heimspeki. Samkomunni stýrði Ástráður Eysteinsson, prófessor í almennri bókmenntafræði og forseti Hugvísindasviðs. Samkoman var ætluð stúdentum Háskólans og starfsfólki hans.