Ný stefna og dagskrá aldarafmælis kynnt og afmælisvefur opnaðurAldarafmæli Háskóla Íslands verður fagnað undir yfirskriftinni Fjársjóður framtíðar. Dagskrá aldarafmælis Háskóla Íslands hófst með formlegum hætti þann 7. janúar 2011 með opnum fundi Kristínar Ingólfsdóttur, rektors Háskóla Íslands. Á fundinum var ný stefna Háskóla Íslands kynnt fyrir tímabilið 2011-2016. Við sama tækifæri var sérstakur afmælis- og söguvefur aldarafmælis Háskóla Íslands opnaður.

Sjá nánar

Háskóli Íslands fagnar aldarafmæli sínu á árinu. Háskólinn hefur verið hornsteinn þekkingar á Íslandi í heila öld en skólinn var stofnaður á Alþingi hinn 17. júní 1911. Með því vísar skólinn til þeirrar auðlegðar sem er fólgin í þekkingarsköpun og þekkingarmiðlun vísindamanna og kennara skólans og til kynslóða stúdenta sem skólinn menntar til þátttöku og uppbyggingar í samfélaginu