Miðstöð munnlegrar sögu tekur til starfaMiðstöð munnlegrar sögu tekur til starfa í janúar. Miðstöðinni er ætlað að efla munnlega sögu sem aðferð í sagnfræði. Hún veitir fræðslu  um söfnun og notkun munnlegra heimilda, skapar fræðimönnum aðstöðu til rannsókna og stendur fyrir fræðilegri umræðu um munnlega sögu.

Sjá nánar

Miðstöð munnlegrar sögu er samstarfsvettvangur Sagnfræðistofnunar Háskóla Íslands, Rannsóknastofu í kvenna- og kynjafræðum við Háskóla Íslands og Menntavísindasviðs Háskóla Íslands (áður Kennaraháskóla Íslands) í samvinnu við Landsbókasafn Íslands – Háskólabókasafn.