Háskóli Íslands gerist aðili að Keili



Háskóli Íslands gerist aðili að Keili – miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs á Keflavíkurflugvelli í maí þetta ár. Keilir er alhliða menntafyrirtæki í eigu háskóla, fyrirtækja og almenningssamtaka. Keilir byggist upp á fjórum mismunandi skólum: Háskólabrú, sem er undirbúningsnám fyrir háskólanám, Heilsuskóla Keilis, Orku- og tækniskóla Keilis og Flugakademíu Keilis. Skólinn hefur aðsetur þar sem áður var varnarsvæði bandaríska hersins í Reykjanesbæ.

Sjá nánar

Keilir er hlutafélag og meðal eigenda hans eru Háskóli Íslands, Þróunarfélag Keflavíkurflugvallar, ýmsar rannsóknastofnanir, orku- og fjármálafyrirtæki, sveitarfélög, almenningssamtök, flugfélag og verkalýðsfélög.