Hópur stundakennara HÍ reynir að fá bætt kjör sínHópur stundakennara reynir að fá bætt kjör sín í Háskóla Íslands. Á þessum árum mátti sjá hvernig kröfur voru að myndast um fastmótaðra skipulag innan skólans. Þannig var t.d. rætt um atriði á borð við það að verkfræðideild skyldi skiptast í fjórar skorir og að hver skor skyldi síðan kjósa fulltrúa í deildarráð.

Sjá nánar

Kröfur stúdenta um aðild að stjórn skólans öðluðust aukið vægi um þessar mundir en kveðið var á um að stefnt skyldi að sem nánustu samstarfi við stúdenta og þátttöku þeirra í skorar- og deildarráðsfundum og lagt til að tveir stúdentafulltrúar sætu í deildarráði.Einnig var farið fram á að skriflegir ráðningarsamningar yrðu gerðir við alla þá sem stunduðu kennslu.