Fullveldishátíð stúdenta í HáskólabíóiFullveldishátíð stúdenta í Háskólabíói 1. desember 1972 var haldin undir kjörorðinu Gegn hervaldi – Gegn auðvaldi. Í frétt Tímans er tekið fram að forseti Íslands, Kristján Eldjárn, hafi setið samkomuna, einnig settur háskólarektor, Jónatan Þórmundsson. Álfheiður Ingadóttir stud. scient. setti samkomuna. Guðrún Hallgrímsdóttir matvælafræðingur, Ragnar Árnason þjóðfélagsfræðinemi og Þorsteinn Vilhjálmsson eðlisfræðingur héldu ræður.

Sjá nánar

Flutt var dagskrá úr gömlum Alþingistíðindum og fulltrúar erlendra stúdenta fluttu kveðjur. Ályktun um uppsögn herverndarsamningsins við Bandaríkin, úrsögn úr Atlantshafsbandalaginu og stækkun fiskveiðilögsögunnar í 50 sjómílur var samþykkt með lófataki. Í lokin var sunginn alþjóðasöngur verkalýðsins, Internationalinn.