Nefndarálit um tengsl háskólans við rannsóknastofnanir og um stöðu vísindalegra starfsmannaNefnd á vegum háskólaráðs skilar af sér áliti með yfirskriftinni „Nefndarálit um tengsl háskólans við rannsóknastofnanir og um stöðu vísindalegra starfsmanna“. Þar var lögð áhersla á að kennslustöður við háskólann yrðu jafnframt rannsóknastöður, að akademískt hæfnismat yrði að liggja til grundvallar ráðningu á prófessorum og dósentum og að stefnt yrði að því að margvíslegar innlendar rannsóknastofnanir tengdust háskólanum og háskólakennslu.

Sjá nánar

Í álitinu var vísað til laga um Háskóla Íslands um að hann skyldi vera vísindaleg rannsókna- og fræðslustofnun og enn fremur að prófessorar, dósentar og lektorar skyldu ráðnir til kennslu og rannsókna.