Nokkrar stofnanir á árinu við HÍNokkuð margar stofnanir taka til starfa eða eru stofnaðar á árinu. 

Málvísindastofnun Háskóla Íslands tekur til starfa undir nafninu Rannsóknastofnun í norrænum málvísindum. Hún varð hins vegar að Málvísindastofnun árið 1983.

Sjá nánar

Sagnfræðistofnun Háskóla Íslands stofnuð með reglugerð. Hún kallaðist fyrst Rannsóknastofnun í sagnfræði við heimspekideild Háskóla Íslands.

Rannsóknastofnun í bókmenntafræði stofnuð við heimspekideild. Nafni stofnunarinnar var síðar breytt í Bókmenntafræðistofnun og enn síðar í Bókmennta- og listfræðastofnun.