Fyrsti kvendeildarforseti Háskóla Íslands



Helga Kress bókmenntafræðingur er fyrsta konan sem kjörin er deildarforseti í 
Háskóla Íslands 1997-1999, við heimspekideild. 

Áður voru tvær konur varadeildarforsetar, þær Margrét Guðnadóttir í
 læknadeild og Álfrún Gunnlaugsdóttir í heimspekideild.

Sjá nánar

Helga var sett lektor í íslensku fyrir erlenda stúdenta 1970 og skipuð árið 1971. Helga gegndi einnig fyrst kvenna lektorsstöðu við Háskóla Íslands. Hún er þó án efa þekktust fyrir brautryðjendastörf sín á sviði kvennafræða. Hún var fyrsti forstöðumaður og um leið formaður stjórnar, Rannsóknastofu í kvennafræðum. Hið sama gildir um kennslu í kvennafræðum. Helga var skipuð prófessor í almennri bókmenntafræði við heimspekideild Háskóla Íslands, með forsetabréfi, dags. 19. júní 1991 en hún er prófessor emeritus frá 1. október 2010.