Háskólasjóður Eimskipafélags ÍslandsHáskólasjóður Eimskipafélags Íslands hefur starfað í núverandi mynd frá árinu 2005 en þá voru gerðar breytingar á fyrirkomulagi sjóðsins með það að markmiði að veita stúdentum í rannsóknatengdu framhaldsnámi við Háskóla Íslands styrki. Fyrsta úthlutun úr sjóðnum eftir þessa formbreytingu fór fram árið 2006 .

Sjá nánar

Aftur var úthlutað úr sjóðnum árin 2007 og 2008 en ekki var unnt að úthluta úr honum á árunum 2009 og 2010 vegna rýrnunar sjóðsins í efnahagshruninu árið 2008.Árið 2010 voru gerðar enn frekari breytingar á reglum sjóðsins og einnig á skipan stjórnar og verður úthlutað nýjum styrkjum á aldarafmælisári Háskóla Íslands.