Nokkrar stofnanir á árinu við HÍNokkuð margar stofnanir taka til starfa eða eru stofnaðar á árinu. 

Lagastofnun Háskóla Íslands hefur starfsemi þetta ár. Lagastofnun er vísindaleg rannsóknastofnun sem starfrækt er af Háskóla Íslands. 

Líffræðistofnun háskólans stofnuð með reglugerð. Í Líffræðistofnun eru stundaðar undirstöðurannsóknir í líffræði.

Sjá nánar

Mannfræðistofnun stofnsett þetta ár. Hún heyrði upprunalega undir háskólaráð en var formlega færð undir Félagsvísindastofnun sem faglega sjálfstæð eining árið 2002.

Ári síðar var Lífefnafræðistofa Háskóla Íslands stofnsett.