Ráðgjafanefnd háskólaráðs um nýbyggingarRáðgjafanefnd háskólaráðs um nýbyggingar á háskólalóð skilar viðamikilli skýrslu í júní um húsnæðisþarfir háskólans á tímabilinu 1977-1981, eða „Gráu skýrslunni“ eins og hún var nefnd. Samkvæmt erindisbréfi var nefndarmönnum ætlað að leysa tvö verkefni: að lýsa húsnæðisaðstöðu skólans á háskólalóðinni og brýnustu þörfum næstu fimm árin og að benda á leiðir til að fullnægja húsnæðisþörfum háskólans innan ramma fjárveitinga til nýbygginga.

Sjá nánar

Í byrjun nóvember ályktaði háskólaráð svo um „forgangsröðun bygginga á háskólalóð“ og um framtíðarhúsnæðismál háskólans og nýtingu og hafði þá skýrslu nefndarinnar til hliðsjónar.