Hagsmunafélag stundakennara stofnað



Í apríl árið 1978 skýrði Stúdentablaðið frá því að stundakennarar við skólann hefðu stofnað með sér hagsmunafélag. Óánægja ríkti þeirra á meðal m.a. vegna lífeyrissjóðsiðgjalda og auk þess áttu þeir ekki aðild að Bandalagi háskólamanna. Um haustið sama ár lýstu stundakennarar við Háskóla Íslands yfir verkfalli. Skrifaði Stúdentablaðið um þann atburð að það hefði verið „í hendi stundakennara að stöðva mestalla kennslu við skólann.“ Þeir gáfu síðan út fréttablað og héldu reglulega fundi.

Sjá nánar

Samtök stundakennara við skólann voru svo stofnuð 8. mars 1978. Ýmsar tillögur til að bæta aðstæður stundakennara voru samþykktar í háskólaráði í kjölfarið.