Fyrsti námsráðgjafinn ráðinn til HÍFyrsti námsráðgjafinn ráðinn til Háskóla Íslands. Skrifstofa hans fékk síðar nafnið Náms- og starfsráðgjöf þar sem starfsmenn veita ráðgjöf og þjónustu frá upphafi til enda háskólanáms. Skrifstofan heldur m.a. utan um námstækninámskeið, náms- og prófkvíðanámskeið og áhugasviðspróf og hefur sérstaka umsjón með þeim nemendum skólans sem þarfnast sértæks stuðnings við nám sitt.

Sjá nánar

Þjónustan hefur einnig verið opin fyrir aðra en nemendur Háskóla Íslands. Meistaranemar í námsráðgjöf fá verklega kennslu og starfsþjálfun á skrifstofunni.