Háskóli unga fólksins tekur til starfaHáskóli unga fólksins tekur til starfa. Þann 21. júní mættu 130 börn og unglingar á aldrinum 12-16 ára á háskólalóðina til að taka þátt í vikulangri dagskrá Háskóla unga fólksins sem samanstóð af fjölda námskeiða, fyrirlestra, tilrauna og æfinga á ólíkum fræðasviðum. Dagskránni var ætlað að svala fróðleiksfýsn þátttakenda og kynda undir áhuga þeirra á vísindum og fræðum.

Sjá nánar

Reist var stórt tjald í Skeifunni fyrir framan Aðalbyggingu, svonefnd Sæmundarbúð, sem var miðstöð nemenda í kennsluvikunni. Skólahaldinu lauk með glæsilegri lokahátíð þar sem Páll Skúlason rektor afhenti nemendum viðurkenningu fyrir nám sitt í skólanum. Háskóli unga fólksins hefur verið starfræktur hvert sumar frá árinu 2004. Fróðleiksfúsir og fjörugir krakkar hafa þá lagt undir sig háskólasvæðið og sett einstakan svip á umhverfið.