Endurmenntunarnefnd Háskóla Íslands hefur starfsemiEndurmenntunarnefnd Háskóla Íslands starfar frá þessu ári til ársins 1991 en þá var sett á stofn með lagabreytingu Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands. Smám saman þróaðist samvinna við opinberar stofnanir, félagasamtök og einkafyrirtæki. Jafnframt hefur fræðslustarfsemi á vegum stofnunarinnar leitt til þess að stofnuð hafa verið félög og samtök um sértæk fagmál. Námskeiðsgjald hefur staðið undir launum kennara og öðrum rekstrarkostnaði.

Sjá nánar

Endurmenntunarstofnun Háskóla Íslands er ein fárra stofnana háskólans sem hefur reist sér húsnæði á háskólalóðinni fyrir eigið rekstrarfé. Árið 1987 flutti Endurmenntun í Tæknigarð, sem var þá nýbyggður, og fékk þar tvær kennslustofur til umráða. Í október 1998 flutti Endurmenntunarstofnun í nýtt hús við Dunhaga 7. Fyrsta skóflustunga var tekin 30. mars og húsið tekið í notkun 1. október sama ár. Húsið tilheyrir Endurmenntunarstofnun og tölvunarfræði Háskóla Íslands að hluta.