Úthlutanir hefjast úr RannsóknasjóðiÚthlutanir hefjast úr Rannsóknasjóði. Hann var stofnaður til að veita kennurum og sérfræðingum háskólans styrki til vel skilgreindra verkefna er hafa vísindalegt gildi að mati sérfróðra umsagnaraðila. Í fyrstu var greitt úr sjóðnum vegna yfirvinnu kennara og sérfræðinga auk annars kostnaðar. Styrkveitingarnar þróuðst svo í að meirihluti fjárins fór til styrktar aðstoðarmönnum við rannsóknir.

Sjá nánar

Á heimasíðu sjóðsins kemur þetta fram árið 2011: Tilgangur Rannsóknasjóðs Háskóla Íslands er að efla rannsóknastarfsemi í háskólanum. Stjórn sjóðsins er í höndum vísindanefndar háskólaráðs og er formaður nefndarinnar jafnframt formaður stjórnar sjóðsins. Stjórnin ákveður vinnureglur sem beitt er við úthlutun.