Hugmyndasamkeppnin Upp úr skúffunumRannsóknaþjónusta Háskólans stóð í fyrsta skipti að hugmyndasamkeppninni Upp úr skúffunum í samvinnu við ýmsa aðila sem styðja verkefnið fjárhagslega. Vísindamenn og stúdentar skólans senda inn hagnýt rannsóknaverkefni en veitt eru verðlaun fyrir þrjú verkefni. Eftir að verkefnið Upp úr skúffunum fór af stað hefur sprotafyrirtækjum sem stofnuð hafa verið innan háskólans fjölgað til muna.

Sjá nánar

Nú kallast keppnin Hagnýtingarsamkeppnin og er samstarfsverkefni Rannsóknaþjónustu Háskóla Íslands, Tæknigarðs, Einkaleyfastofu og umboðsskrifstofunnar Árnason/Faktor. Markmið hennar er að laða fram hagnýtanlegar hugmyndir sem til hafa orðið við rannsóknir innan skólans og Landspítala – háskólasjúkrahúss.