Sjóði komið á fót til að bregðast við erfiðu efnahagsástandiStúdentaráð háskólans samþykkti að komið yrði á fót sjóði sem gæfi námsmönnum kost á að starfa að rannsóknaverkefnum að sumrinu til að bregðast við erfiðu efnahagsástandi. Þáverandi ríkisstjórn lagði fé til sjóðsins en markmiðið var að gefa háskólum, rannsóknastofnunum og fyrirtækjum kost á að ráða námsmenn í grunn- og meistaranámi til sumarvinnu við rannsóknaverkefni.

Sjá nánar

Sjóðurinn var efldur eftir því sem tíminn leið og færður frá Félagsstofnun stúdenta til Rannís árið 2008, enda er hann ekki bundinn við stúdenta Háskóla Íslands. Frá árinu 1996 hefur forseti Íslands veitt þeim námsmanni nýsköpunar­verðlaun sem hefur unnið framúrskarandi starf við úrlausn verkefnis sem styrkt er af sjóðnum. Margs konar viðurkenningar eru veittar fyrir fleiri verkefni árlega en hundruð þeirra hafa verið hagnýtt í atvinnulífinu og hafa jafnvel fyrirtæki verið stofnuð í kringum þau. Margir stúdentar hafa einnig sótt um einkaleyfi í tengslum við nýsköpunarverkefnin.