Fyrsti háskólafundurinn haldinn í Hátíðasal Háskóla ÍslandsFyrsti háskólafundurinn haldinn í Hátíðasal Háskóla Íslands 4.-5. nóvember þetta ár. Fundinn sátu um 40 fulltrúar deilda og námsbrauta, stúdenta, stofnana og félaga starfsmanna háskólans, menntamálaráðherra og Landsbókasafns Íslands – Háskólabókasafns. Enn fremur sátu fundinn fulltrúar í háskólaráði, formenn starfsnefnda ráðsins, framkvæmdastjórar stjórnsýslu, aðstoðarmaður rektors og skrifstofustjóri rektorsskrifstofu.

Sjá nánar

Háskólafundur var síðar kallaður háskólaþing með nafnbreytingu. Háskólaþing er samráðsvettvangur háskólasamfélagsins þar sem fram fer umræða um þróun og eflingu Háskóla Íslands. Háskólaþing fjallar um og tekur þátt í að móta sameiginlega vísinda- og menntastefnu Háskóla Íslands að frumkvæði rektors.