Ráðningarvald fært alfarið til Háskóla ÍslandsMeð nýjum háskólalögum var ráðningarvaldið alfarið fært frá menntamálaráðuneyti yfir til Háskóla Íslands. Þar með hefur rektor skólans á höndum að ráða prófessora jafnt sem dósenta og lektora. Með lögunum færðist umboð til að stofna nýjar námsbrautir frá menntamálaráðuneytinu til háskólans sjálfs. Þar með hafði verið stigið stórt skref til sjálfræðis.

Sjá nánar

Þann 5. október þetta ár undirrituðu fulltrúar menntamálaráðuneytisins og háskólans þjónustusamning um fjármögnun kennslu sem byggðist á sérstöku reiknilíkani til að meta kennslukostnað í einstökum greinum. Samningurinn breytti fjárhagsstöðu Háskóla Íslands og tryggði að fjárveitingar yrðu í samræmi við nemendafjölda og virkni nemenda í námi. Í lögunum kemur fram að Háskóli Íslands skuli m.a. sinna endurmenntun og miðla fræðslu til almennings. Með samningnum var einnig gert ráð fyrir sérstökum greiðslum fyrir nemendur sem luku meistara- og doktorsnámi.