Rannsóknasetur um smáríki opnað



Rannsóknasetur um smáríki formlega opnað við fjölmenna athöfn í Hátíðasal Háskóla Íslands 3. júlí. Setrið starfar innan Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands og fer sameiginleg stjórn með málefni þeirra. Meginmarkmið setursins er að auka rannsóknir og fræðslu í smáríkjafræðum.

Sjá nánar

Endurskipulagning Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands hófst í kjölfar undirbúnings að stofnun Rannsóknaseturs um smáríki haustið 2001. Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands er rannsókna-, fræðslu- og þjónustustofnun og vettvangur fyrir þverfaglegt samstarf á sviði alþjóðamála og smáríkjarannsókna.