Líkan af Aðalbyggingu úr Legó-kubbum í tilefni hönnunarkeppni grunnskólanemaHönnunarkeppni grunnskólanema sem Barnasmiðjan ehf. og verkfræðideild Háskóla Íslands standa fyrir haldin í fyrsta sinn. Í tilefni af keppninni færði Elín Ágústsdóttir, framkvæmdastjóri Barnasmiðjunnar ehf., Háskóla Íslands að gjöf líkan af Aðalbyggingu Háskólans, byggt úr Legó-kubbum.

Sjá nánar

Líkanið var unnið í auglýsingadeild Legó-verksmiðjanna í Danmörku ásamt líkönum af fleiri stórum og áberandi byggingum á Íslandi. Hönnunarkeppnin fór fram í Háskólabíói og endaði með sigri Hjallaskóla á miðstigi og Klébergsskóla á unglingastigi. Nemendur í verkfræðideild stjórnuðu og dæmdu keppnina en Barnasmiðjan lagði til allan efnivið og hannaði keppnisbrautina í samstarfi við Tómas Rasmus, kennara í Salaskóla í Kópavogi, og Sigurð Brynjólfsson, deildarforseta verkfræðideildar.