Vísindaþættir HÍ
Fjársjóður framtíðar - Þriðji þáttur
Sýndur þriðjudaginn 22. nóvember kl. 20:40
Í lokaþætti vísindaraðarinnar Fjársjóður framtíðar fylgjumst við með rannsóknum vísindamanna Háskóla Íslands á bankahruni, samfélagsróstum, kreppu, kerfisbreytingum, siðferði og ímynd Íslands.
Í lokaþættinum beinum við sjónum að rannsóknum sem tengjast íslenskri framtíð. Leitað er að hugmyndum unga fólksins um lýðræði og mannréttindi og við heyrum um rannsóknir á sjálfsstjórn barna.
Náttúra Íslands er rík af undrum og auðlindum og til rannsóknar eru þau einstöku áhrif sem hún kveikir í vitund ferðamanna. Við beinum líka sjónum að íslenskum þjóðháttum og fáum við svör við því hvort Íslendingar trúi enn á tilvist álfa.
Áhorfendur Sjónvarpsins skyggnast jafnframt inn í heim skinnhandritanna í lokaþættinum og fá að kynnast rannsóknum á þessum merka þjóðararfi.
Við reynum líka að grafast fyrir um hvaða máli vísindin skipti okkur á nýrri öld og hvort rannsóknir séu í raun fjársjóður framtíðar á Íslandi.

- Stiklur úr vísindaþáttunum
- Vísindaþættir í nærmynd
-
Rannsókn á nýrri meðhöndlun krabbameins, sem Vivek S. Gaware doktorsnemi við Háskóla Íslands vinnur að frekari þróun á...
-
Örljóstækni er tiltölulega nýtt rannsóknasvið sem fellur undir örtækni (nanótækni). Þetta rannsóknasvið hefur...
-
Mikið hefur verið rætt um ímynd Íslands í fjölmiðlum í þeirri efnahagslegu kreppu sem Íslendingar glíma nú við. Ímynd...
-
Þjóðfræði kemur við sögu í vísindaþættinum Fjársjóður framtíðar þar sem við heyrum hljóðið í Terry Gunnel, prófessor í...
-
„Ný könnun okkar á þjóðtrú Íslendinga hefur sýnt að hún er jafnsterk og hún var fyrir þrjátíu árum. Íslendingar...
-
„Dróttkvæðin eru einstakar heimildir um samtíma sinn og hafa ekki verið aðgengileg í greinargóðri og handhægri...
-
Vefsvæðið handrit.is hreppti Hagnýtingarverðlaun Háskóla Íslands sem veitt voru á Nýsköpunarmessu HÍ í fyrra....
-
„Handrit eru andlegur menningararfur sem er mikilvægt að varðveita,” segir Guðvarður Már Gunnlaugsson,...