Vísindaþættir HÍ

Fjársjóður framtíðar - Annar þáttur

Sýndur þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:40

Í öðrum þætti vísindaraðarinnar Fjársjóður framtíðar fylgjumst við með rannsóknum á kríuvarpi á Snæfellsnesi. Rannsóknirnar sýna að þessi langfleygi fugl er í mikilli kreppu, mun verri en við mennirnir á Íslandi. Ungadauði hefur verið gríðarlegur undanfarin ár.

Við förum líka á varpstöðvar spóans í Fljótshlíðinni. Spóinn, sem er einn algengasti varpfuglinn í íslenskri náttúru, spjarar sig en umhverfi hans er að breytast.  Þær breytingar eru ekki allar kærkomnar fyrir þennan tignarlega vaðfugl.

Í öðrum þætti kynnumst við líka verðmati á tilfinningalegu gildi íslenskrar náttúru en  náttúran kann líka að færa okkur efnivið í ný og stórmerkileg lyf.  Leitað er svara við því hvort soppmosi geymi lyf við malaríu og krabbameini.

Hreyfing og mataræði ungs fólks er rannsóknarefni við Háskóla Íslands en þar eru líka stundaðar afar merkilegar rannsóknir á kæfisvefni.

Við kynnumst háhraðaleit vísindamanna að nýjum lyfjum í næsta þætti þegar við sækjum heim kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands. 

deila á facebook
  • Vísindaþættir í nærmynd
<<<Síða 1/2>>>