Vísindaþættir HÍ
Fjársjóður framtíðar - Annar þáttur
Sýndur þriðjudaginn 15. nóvember kl. 20:40
Í öðrum þætti vísindaraðarinnar Fjársjóður framtíðar fylgjumst við með rannsóknum á kríuvarpi á Snæfellsnesi. Rannsóknirnar sýna að þessi langfleygi fugl er í mikilli kreppu, mun verri en við mennirnir á Íslandi. Ungadauði hefur verið gríðarlegur undanfarin ár.
Við förum líka á varpstöðvar spóans í Fljótshlíðinni. Spóinn, sem er einn algengasti varpfuglinn í íslenskri náttúru, spjarar sig en umhverfi hans er að breytast. Þær breytingar eru ekki allar kærkomnar fyrir þennan tignarlega vaðfugl.
Í öðrum þætti kynnumst við líka verðmati á tilfinningalegu gildi íslenskrar náttúru en náttúran kann líka að færa okkur efnivið í ný og stórmerkileg lyf. Leitað er svara við því hvort soppmosi geymi lyf við malaríu og krabbameini.
Hreyfing og mataræði ungs fólks er rannsóknarefni við Háskóla Íslands en þar eru líka stundaðar afar merkilegar rannsóknir á kæfisvefni.
Við kynnumst háhraðaleit vísindamanna að nýjum lyfjum í næsta þætti þegar við sækjum heim kerfislíffræðisetur Háskóla Íslands.

- Stiklur úr vísindaþáttunum
- Vísindaþættir í nærmynd
-
„Svefn er mjög mikilvægur fyrir andlega og líkamlega heilsu. Flestir þurfa 7-8 tíma svefn á nóttu, en algengt er...
-
Undrun er ein algengasta tilfinningin sem fólk upplifir gagnvart jöklum og háhitasvæðum á Íslandi. Þessu hefur Guðbjörg...
-
Vísindaþættir- Þáttur 2 Við Háskóla Íslands hafa staðið yfir rannsóknir á varpi spóans sem er einn algengasti...
-
„Heimsóknum í Heiðmörk fjölgaði verulega eftir hrun bankanna haustið 2008,“ segir Kristín Eiríksdóttir doktorsnemi í...
-
Brynhildur Davíðsdóttir situr á hlýrri skrifstofu sinni á köldum en fallegum janúarmorgni. Hún hefur í nógu að snúast...
-
„Í heiminum vaxa yfir sex þúsund tegundir soppmosa og aðeins hluti þeirra hefur verið rannsakaður m.t.t. efnainnihalds...
-
Nú í sumar hefur doktorsrannsókn Freydísar Vigfúsdóttur á kríunni staðið yfir í varplandi fuglsins á Snæfellsnesi,...
-
Við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands starfa tvær konur sem leggja áherslu á að finna lyfjavirk náttúruefni í rannsóknum...