Án titils - þriðja sæti


Án titils - þriðja sæti

Án titils

Ljósmynd: Arnar Lárusson, Daði Bjarnason, Darri Kristmundsson, Hagalín Ásgrímur Guðmundsson og Þórir Guðlaugsson.

Myndin var tekin í 30-35 km hæð yfir Íslandi  19. september  2010. Við erum fimm nemendur við Háskóla Íslands sem höfðum það verkefni í sumar að smíða háloftabelg með það markmið að athuga með  mælingum og myndum heiðhvolf jarðar. Hér er um að ræða tæki sem er  útbúið GPS staðsetningartækis, örtölvu, myndavél, radíósendi, loftnetum,  gagnaskrifara, einangrandi kassa, GPRS módúl, hita-, raka- og  geislunarnemum. Allir höfðum við vinnu  þetta sumar og því unnum við að þessu verkefni í frístundum okkar en  fjármagn fengum við frá Nýsköpunarsjóði námsmanna.  Myndirnar eru teknar með Canon PowerShot A480 (10 Megapixlar) með  útfjólublárri síu.

deila á facebook