Happdrætti, byggingar og stækkun Háskóla Íslands- söguganga á nýnemadögum

Aðalbygging Háskóla Íslands

Happdrætti, byggingar og stækkun Háskóla Íslands  - söguganga í léttari kantinum

Í tilefni nýnemadaga Háskóla Íslands verður boðið upp á létta sögugöngu um háskólasvæðið þar sem greint verður frá örfáum sögustiklum er varða starfsemi skólans, þar sem skólinn fagnar 100 ára afmæli sínu í ár. Göngunni er ekki ætlað að gefa heildstætt sögulegt yfirlit yfir starfsemina heldur er um að ræða léttan sögulegan fróðleik.

Gangan hefst á Háskólatorgi kl 13:00, gengið verður að Gamla- Garði, þá Aðalbyggingu Háskóla Íslands, Öskju, þá Nýja- Garði, Háskólabíói og loks verður gengið aftur í átt að Háskólatorgi. Stöðvað verður við þessar byggingar þar sem fluttur verður stuttur fróðleikur um sögu skólans. Gangan er í boði þriðjudaginn 30. ágúst og fimmtudaginn 1. september kl 13:00.

Ása Baldursdóttir, ritstjóri afmælisvefs HÍ, leiðir gönguna en gert ráð fyrir því að hún taki um 30-40 mínútur. 

Umfjöllunarefnið er byggt á söguhluta afmælisvefs Háskóla Íslands sem má sjá hér:

Nánar um svipmyndir úr sögunni

Í tilefni aldarafmælis Háskóla Íslands eru birtar ljósmyndir með stuttum textabrotum á afmælisvef HÍ þar sem stiklað er á stóru í 100 ára sögu skólans. Myndirnar eru flestar í eigu skjalasafns háskólans og eru þær dýrmætur vitnisburður um starfsemi og þróun Háskóla Íslands. Textinn er meðal annars byggður á aldarsöguriti um Háskóla Íslands, sem gefið verður út á árinu og útgefnum Árbókum Háskóla Íslands.

deila á facebook