Hátíðarmálþing og Afmælishátíð Háskóla Íslands 7. og 8. október 2011

Mr. Kofi Annan flutti erindi á hátíðarmálþingi Háskóla Íslands þann 7. október.

Rúmlega þúsund manns sóttu hátíðarmálþing Háskóla Íslands sem haldið var í tilefni af aldarafmæli skólans í dag, föstudaginn 7. október, í Háskólabíói. Yfirskrift málþingsins var „Áskoranir 21. aldar“ og þar veltu heimsþekktir fyrirlesarar, fræðimenn og stjórnendur háskóla fyrir sér þeim stóru áskorunum sem bíða mannkyns á nýhafinni öld.

Aðalfyrirlesari málþingsins var Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels. Erindi hans bar heitið „Restoring Confidence in our Shared Future“.

Auk Annans tóku þau Carol Carmichael frá Linde Center for Global Environmental Science við California Institute of Technology (Caltech), Freysteinn Sigmundsson, sérfræðingur við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands, Ole Petter Ottersen, rektor Óslóarháskóla, og Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, til máls.

Háskóli Íslands bauð upp á lifandi og fjöruga afmælisdagskrá þann 8. október í tilefni af aldarafmæli skólans og bauð starfsfólki, stúdentum, samstarfsaðilum og velunnurum til hátíðarsamkomu í Eldborg í Hörpu. Hátíðin var hápunktur afmælisársins og hefur undirbúningur vegna hennar staðið yfir undanfarna mánuði. Dagskráin var lifandi og myndræn, þar sem starfi og sögu skólans var gerð skil í máli, myndum, leik og tónum. Að dagskránni komu fjölmargir listamenn innan og utan skólans. 

Hér er hægt að skoða myndir frá málþingingu og frá afmælishátíð Háskóla Íslands:

Stúdentar í Háskóla Íslands- þá og nú. Myndin er tekin á hátíðardagskrá Háskóla Íslands í Hörpu þann 8. október.

deila á facebook