Footloose

Footloose (1984)

Leikstjóri: Herbert Ross 

Handrit: Dean Pitchford

Leikarar:  Kevin Bacon, Lori Singer, Dianne Wiest, John Lithgow, Christopher Penn, Sarah Jessica Parker, Frances Lee McCain, Jim Youngs, John Laughlin og Lynne Marta. 

Footloose er amerísk dansmynd sem segir frá unglingnum Ren McCormack (Kevin Bacon) sem flytur í lítinn bæ þar sem rokk músík og dans hefur verið bannaður af bæjaryfirvöldum. Myndin er lauslega byggð á atburðum sem áttu sér stað í litlu trúarlegu samfélagi, Elmore City í Oklahoma.

Ren McCormack (leikinn af Kevin Bacon) er unglingur sem ólst upp í Chicago en flytur með móður sinni í lítinn bæ, Bomont, til frænda síns og frænku. Stuttu eftir flutningana eignast Ren vin sem segir honum frá því að bæjarráðið hafi lagt blátt bann við rokktónlist og dansi.

Ren fellur fyrir hinni uppreisnagjörnu Ariel, sem á bæði kærasta og strangann föður sem situr í stjórn bæjarins. Ýmislegt gerist í myndinni, m.a. uppreisn Ren og skólafélaga hans gegn bæjaryfirvöldum til þess að fá dansbanninu aflétt fyrir skólaballið í lok annarinnar. Ren tekur upp á því að lesa upp úr biblíunni fyrir stjórn bæjarins til þess að rökstyðja málflutning sinn og dansinn sé mönnum nauðsynlegur.

Faðir Ariel, sem situr í stjórn bæjarins, snýst hugur þegar íbúar bæjarins standa fyrir bókabrennu á þeim bókum sem voru taldar eitra huga ungmenna. Þá áttar hann sig á því að samfélagið sé orðið of öfgafullt og vonar að skólaballið verði að veruleika, sem var síðan haldið rétt fyrir utan bæinn á svæði þar sem dansbannið gilti ekki. Við sjáum svo faðir Ariel dansa við konuna sína þar fyrir utan í fyrsta sinn í mörg mörg ár. 

Tvö lög úr myndinni urðu mjög fræg og mikið spiluð og tróndu bæði á toppi Billbord listans í Bandaríkjunum. Titillag myndarinnar, Footloose eftir Kenny Loggins, hlaut Golden Globe tilnefningu árið 1985 fyrir “Best original Song- Motion Picture”. 

deila á facebook