Indiana Jones

Indiana Jones and the Temple of Doom (1984)

Leikstjóri: Steven Spielberg

Handrit: Willard Huyck, Gloria Katz

Leikarar: Harrison Ford, Kate Capshaw, Jonathan Ke Quan, Amrish Puri, Roshan Seth, Philip Stone.

Myndin er önnur í röðinni um ævintýri fornleifafræðingsins Indiana Jones í leikstjórn Steven Spielberg. Jones er staddur á Indlandi og í þorpi einu lenda þeir félagar í ævintýrum sem aldrei fyrr. Spámaður segir þeim að sérstökum steinum hafi verið stolið úr þorpinu, og það sé mjög mikilvægt að finna þá, því þeir eigi að vernda fólkið frá óvinum þeirra. Indiana hefur leitina að mögnuðu steinunum og lendir í allskyns vandræðum ásamt því að á vegi hans verða óhugnalegur seiðkarl og þrælahaldarar, dularfullt musteri og á full af krókódílum.

Myndinni var mjög vel tekið og er talin ein af bestu ævintýramyndum 9. áratugarins. Myndin var hins vegar gagnrýnd fyrir að birta ranga mynd af hindúatrú á Indlandi og var hún bönnuð þarlendis um tíma. Myndin hlaut Óskarsverðlaunin fyrir bestu sjónrænu brellurnar (Visual Effects) og fékk einnig tilnefningu fyrir besta frumsamda lagið (Original Music Score).

Indiana Jones á Facebook

deila á facebook