Vísindaþættir HÍ

Fjársjóður framtíðar – Vísindin í Háskóla Íslands

Sjónvarpið sýnir þrjá vandaða þætti um vísindarannsóknir við Háskóla Íslands núna í haust í tilefni af aldarafmæli skólans. Tilgangurinn með þáttunum er að veita fólki skarpa sýn á hið fjölbreytta starf sem vísindamenn Háskólans sinna og hvernig þeir vinna við rannsóknir við afar ólíkar aðstæður. Þættirnir ná yfir vísindarannsóknir á öllum fræðasviðum Háskóla Íslands.

Fyrsti þátturinn verður sýndur um klukkan 20.40 þriðjudagskvöldið 8. nóvember og hinir tveir næstu tvö þriðjudagskvöld þar á eftir,  15. nóvember og 22. nóvember, í bæði skiptin klukkan 20.40

Kvikmyndatökur hafa farið fram víða um land, m.a. á Skjálfandaflóa, í Grímsvötnum, á Eyjafjallajökli á meðan á eldsumbrotum stóð og í framhaldi af þeim, á Langjökli, undir Snæfellsjökli, í Fljótshlíð, við Heklurætur, á Skriðuklaustri, í Reykjavík, Hvalfirði og víðar.

Framleiðandi er Kukl, kvikmyndatökumaður er Bjarni Felix Bjarnason, um samsetningu og klippingu sér Konráð Gylfason en dagskrárgerð og stjórn upptöku er í höndum Jóns Arnar Guðbjartssonar, sviðsstjóra hjá HÍ. 

deila á facebook
  • Vísindaþættir í nærmynd
<<<Síða 1/4>>>