Myndbönd

Afmælishátíð Háskóla Íslands í Hörpu 8. október

Afmælishátíðin var hápunktur afmælisdagskrár Háskóla Íslands  og var yfirskrift hátíðarinnar, Fjársjóður framtíðar. 

Starfsfólk, stúdentar, samstarfsaðilar og velunnarar Háskóla Íslands sóttu hátíðina og voru gestir vel á annað þúsund. Dagskrá hátíðarinnar fór fram á sviði Eldborgar og þar gerðu nemendur, starfsmenn og ýmsir listamenn starfi og sögu skólans skil í máli, myndum, leik og tónum.

Háskólakórinn, Háskóladansinn, Stúdentaleikhúsið, Táknmálskórinn og Kvennakór Háskóla Íslands voru meðal þeirra sem lögðu sitt af mörkum til þess að gera dagskrána skemmtilega og þá frömdu tónlistarmennirnir Pétur Grétarsson og Sigurður Flosason gjörning með sönghópnum Voces Thules þar sem íslensk menning og handritin voru í forgrunni.

deila á facebook