Myndbönd

Dr. Noam Chomsky´s lecture

Dr. Noam Chomsky, öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs á aldarafmæli Háskóla Íslands, flutti fyrirlestur í stóra sal Háskólabíós þann 9. september. Fyrirlesturinn fjallaði um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Erindið bar yfirskriftina ,,The two 9/11s: Their historical significance“. Minntist hann þess að senn eru tíu ár frá árásunum á Tvíburaturnana og Pentagon í Bandaríkjunum og benti á að 11. september hefði allt aðra merkingu í Chile. Þann dag árið 1973 hefði herforingjastjórn undir forystu Augustos Pinochets hrakið Salvador Allende forseta frá völdum í landinu með stuðningi Bandaríkjastjórnar og við hefði tekið ógnarstjórn. Chomsky var mjög gagnrýninn á utanríkisstefnu Bandaríkjanna í erindi sínu í Háskólabíói í dag og gagnrýndi m.a. að núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum hefðu látið taka Osama bin Laden af lífi í stað þess að handtaka hann og rétta yfir honum.

The American linguist and societal analyst, Dr. Noam Chomsky, Professor at MIT, is the honorary speaker for the School of Humanities. Dr. Chomsky delivered his lecture ,,The two 9/11s: Their historical significance“ in the main hall of the University Cinema Friday, September 9th.

deila á facebook