Myndbönd

Felast tækifæri í kreppunni?

Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði, fjallar hér um möguleg tækifæri í kreppunni. Nokkur bjartsýni einkennir mál Gylfa en hæfni hans og þekking hefur verið notuð ríkulega af fjölmiðlum eftir fjármálahrun haustið 2008 við að veita landsmönnum sýn á það sem er að gerast í efnahagskerfi þjóðarinnar. Gylfi talar umbúðalausa og kjarnyrta íslensku sem hann skreytir með fágætri kímni og er með læknisfræðifléttaða greiningu á íslensku krónunni til að mæta hagfræðilegum undirtóninum í erindi geðlæknisins Engilberts. Sjáðu grafið sem Gylfi kallar hjartalínurit krónunnar.

Fullt var út úr dyrum í Hringstofu í Háskólatorgi þegar fyrsti hlutinn í fyrirlestraröðinni Mannlíf og kreppur fór þar fram í janúar 2009. Markmið fyrirlestranna er að fræða ungt fólk á Íslandi um stærsta mál samtímans hér á landi, fjármálakreppuna, og líkleg áhrif hennar á innviði íslensks samfélags á næstu árum.

deila á facebook