Myndbönd

Kukl og kaffi

Kukl og kaffi er hluti þáttaraðar sem unnin var árin 2010 og 2011 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

Myndbandið er byggt á samnefndri BA ritgerð Jónu Kristínar Sigurðardóttur. Í þættinum fjallar Jóna Kristín um forlagatrú og ýmsar aðferðir sem beitt hefur verið til að túlka og kalla fram spádóma, t.d. bollaspádóma.

Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

deila á facebook