Myndbönd

Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum

Menningartengd ferðaþjónusta á Vestfjörðum er hluti þáttaraðar sem unnin var árin 2010 og 2011 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

Myndbandið er byggt MA ritgerð Áka Guðna Karlssonar, sem hann skrifaði í þjóðfræði. Sæskrímsli í Arnafirði og melrakkar á Hornströndum eru dæmi um birtingarmyndir menningartengdar ferðaþjónustu á Vestfjörðum. Áki Guðni Karlsson fjallar um uppgang og áhrif menningartengdar ferðaþjónustu, einkenni hennar og þann félags- og menningarsögulega farveg sem hún sprettur úr.

Höfundur þáttarins, leikstjóri og allt hitt er Áslaug Einarsdóttir. Leiðbeinandi hennar var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

deila á facebook