Handritin og þjóðararfurinn

Hjá Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum eru handrit þjóðarinnar varðveitt. Sigurgeir Steingrímsson, rannsóknardósent við stofnunina, segir frá sérstöðu handritanna í sögu og menningu þjóðarinnar. Svanhildur Óskarsdóttir, rannsóknardósent og stofustjóri handritasviðs, bendir m.a. á að íslensku handritin teljist til heimsbókmennta. Guðrún Nordal, forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar, segir að safn stofnunarinnar sé eign mannkyns. Það sé einstakt og nú aðgengilegt öllum þar sem það sé komið á Netið.

deila á facebook