Öndvegisfyrirlesarar á aldarafmæli Háskóla Íslands

Hr. Kofi Annan, Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands og Kristín Ingólfsdóttir, rektor Háskóla Íslands.

Hvert hinna fimm fræðasviða háskólans var í sviðsljósinu í einn mánuð á árinu, í tilefni af aldarafmæli Háskóla Íslands. Deildir fræðasviðanna stóðu jafnframt fyrir metnaðarfullri dagskrá ásamt því að hvert svið bauð fyrirlesurum á heimsmælikvarða. Hér er hægt að horfa á upptökur af opnum erindum öndvegisfyrirlesara fræðasviða Háskóla Íslands. 

Dr. David Suzuki

Dr. David Suzuki, prófessor í líffræði við Háskóla Bresku-Kólumbíu, hélt fyrirlestur í Öskju þann 4. apríl. Fyrirlesturinn var fluttur með fjarfundabúnaði frá Háskólanum í Bresku-Kólumbíu og bar yfirskriftina „Afl náttúrunnar“.Hér er hægt að horfa á erindi dr. Suzuki- 4. apríl:

Húsfyllir var á fyrirlestri Dr. David Suzuki í Háskóla Íslands, þegar hann kom til landsins í eigin persónu, laugardaginn 1. október 2011. Þá hélt hann erindi á málþinginu „Hvað getum við gert?“ Þar ræddi hann um mögulegar ástæður þess að almenningur og ráðamenn sýna umhverfismálun fálæti. Hér er hægt að horfa á erindi dr. Suzuki- 1. október:

Dr. Elizabeth Blackburn

Nóbelsverðlaunahafinn Dr. Elizabeth Blackburn flutti erindi í hátíðarsal Háskóla Íslands sem bar yfirskriftina: „Telomerar og Telomerasar: Hvernig hafa þeir áhrif á heilsu manna og sjúkdóma?“ var flutt í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 21. maí. Dr. Blackburn var annar tveggja öndvegisfyrirlesara Heilbrigðisvísindasviðs sem fluttu erindi á aldarafmælisári HÍ. Hér er hægt að horfa á erindi Dr. Blackburn:

Dr. Françoise Barré-Sinoussi

Erindi franska Nóbelsverðlaunahafans dr. Françoise Barré-Sinoussi var flutt í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 1. júní. Þar ræddi hún um rannsóknir sínar í veirufræði, meðal annars hvernig hún og samstarfsmenn hennar uppgötvuðu HIV-veiruna og að hún ylli alnæmi. Hér er hægt að horfa á erindi Dr. Barré- Sinoussi:

 

 

Dr. Linda Darling Hammond

 Dr. Linda Darling-Hammond, öndvegisfyrirlesari Menntavísindasviðs, flutti erindið „Menntun og kennsla á 21. öld“  í Hátíðasal Háskóla Íslands þann 1. september. Hér er hægt að horfa á erindi Dr. Darling- Hammond:

 

 

Dr. Noam Chomsky

Dr. Noam Chomsky, öndvegisfyrirlesari Hugvísindasviðs, flutti fyrirlestur í stóra sal Háskólabíós þann 9. september. Fyrirlesturinn fjallaði um stöðu heimsmálanna, lýðræði, vald og ofbeldi. Erindið bar yfirskriftina ,,The two 9/11s: Their historical significance“. Hér er hægt að horfa á erindi Dr. Noam Chomsky:

 

 

Dr. Robert David Putnam

Bandaríski stjórnmálafræðingurinn Dr. Robert David Putnam, prófessor við John F. Kennedy School of Government við Harvard-háskóla í Bandaríkjunum, flutti erindið „Challenges to community in the contemporary world:  Social capital, diversity, and inequality“ í Hátíðasal Háskóla Íslands mánudaginn 3. október. Dr. Putnam var öndvegisfyrirlesari Félagsvísindasviðs á aldarafmæli Háskóla Íslands.

Mr. Kofi Annan

Hátíðarmálþing Háskóla Íslands í tilefni af aldarafmæli skólans var haldið þann 7. október í Háskólabíói. Yfirskrift málþingsins var „Áskoranir 21. aldar“. Kofi Annan, fyrrverandi aðalritari Sameinuðu þjóðanna og friðarverðlaunahafi Nóbels, var aðalfyrirlesari málþingsins. Erindi hans bar titilinn „Restoring Confidence in our Shared Future“. Hér er hægt að horfa á erindi Kofi Annan:

Afmælishátíð Háskóla Íslands 

Þann 8. október var afmælishátíð Háskóla Íslands haldin hátíðleg og var hápunktur afmælisdagskrár Háskóla Íslands sem staðið hefur allt áríð. Boðið var upp á fjölbreytta og lifandi dagskrá í máli, myndum, leik og tónum.

Dr. Henry Petroski

Öndvegisfyrirlesari Verkfræði- og náttúruvísindasviðs, Dr. Henry Petroski, prófessor í byggingarverkfræði og sagnfræði við Duke háskólann í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum, flutti erindið  „Success and Failure in Engineering: A Paradoxal Relationship“ í Hátíðasal Háskóla Íslands laugardaginn 29. október sl. Hér er hægt að horfa á erindi Henry Petroski:

deila á facebook