Vísindaþættir HÍ

Fjársjóður framtíðar - Fyrsti þáttur

Sýndur þriðjudaginn 8. nóvember kl. 20:40

Í fyrsta þætti vísindaraðarinnar Fjársjóður framtíðar sláumst við í för með jarðvísindamönnum Háskóla Íslands upp á Eyfjallajökul. Merkilegar rannsóknir hafa staðið yfir á eldstöðinni í langan tíma sem vakið hafa heimsathygli. 

Við fylgjumst með rannsóknum á jarðskjálftum og á bráðnun jökla og heyrum kenningar vísindamanna um áhrif hlýnunar á landið og orkuöflun hér ef jöklarnir hverfa alveg. Jöklarnir eru líka uppsprettan og umgjörðin í skáldskap.

Lýðheilsuvísindi eru í mikilli sókn við Háskólann en áhrif jarðskjálfta og öskufalls á fólk eru þar krefjandi rannsóknarefni.

Gosaska kemur hins vegar að góðum notum við aldursgreiningu fornleifa eins og áhorfendur Sjónvarpsins fá að kynnast við fornleifauppgröft á Skriðuklaustri.

Sjónvarpsáhorfendur sigla svo með vísindamönnum út á Skjálfanda þar sem rannsóknir á táknkerfi hvalanna eru stundaðar. Í þættinum kynnast þeir einnig rannsóknum á sjóveiki.  Í því verkefni er leitað svara við þeirri spurningu hvort hvalirnir verði sjóveikir. 

deila á facebook
  • Vísindaþættir í nærmynd
<<<Síða 1/2>>>