Ætlum okkur stóra hluti í jafnréttismálum
Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi
„Áhersla á jafnréttismál innan Háskóla Íslands hefur aukist til muna á undanförnum árum og við ætlum okkur stóra hluti í þeim efnum, enda er það yfirlýst stefna skólans að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum,“ segir Arnar Gíslason, jafnréttisfulltrúi Háskóla Íslands.
Arnar fagnar þeirri grósku sem verið hefur í jafnréttismálum meðal stúdenta á undanförnum árum og segir marga og fjölbreytta hópa berjast fyrir hagsmunum þeirra. Auk Stúdentaráðs HÍ séu starfandi félög á borð við Félag hinsegin stúdenta, Femínistafélag HÍ, Félag fólks með geðraskanir, Félag stúdenta með sértæka námsörðugleika, Félag erlendra nema og Hagsmunafélag foreldra við HÍ svo eitthvað sé nefnt. Félögin hafa starfað mislengi að sögn Arnars.
Titill
Arnar Gíslason
„Áhersla á jafnréttismál innan Háskóla Íslands hefur aukist til muna á undanförnum árum og við ætlum okkur stóra hluti í þeim efnum, enda er það yfirlýst stefna skólans að vera ávallt í fararbroddi í jafnréttismálum.“
Háskólinn hefur skýra stefnu gegn mismunun og í Jafnréttisáætlun skólans er lögð sérstök áhersla á jafnrétti kynjanna. „Margt hefur áunnist í þessum efnum á undanförnum árum,“ segir Arnar, og má þar nefna að nú gegnir kona, Kristín Ingólfsdóttir, embætti rektors í fyrsta sinn.
Arnar segir mikilvægt að halda til haga því jákvæða sem gerst hefur í jafnréttismálum, „en um leið megum við ekki láta blindast af því. Framundan eru mörg verkefni og mikilvægt að Háskólinn vinni sem ein heild og setji þennan málaflokk í forgang.“