Hagfræðingar Háskóla Íslands í eldlínunni
Hagfræðingar Háskóla Íslands hafa verið í eldlínunni í fjölmiðlum hér á landi að undanförnu. Þar hafa þeir verið fengnir til að fjalla um ástandið í efnahagsmálum, rekja aðdragandann og leggja mat á þær leiðir sem færar eru úr þeim mótbyr sem nú er glímt við. Á þennan hátt hefur sérfræðiþekking Háskóla Íslands í efnahagsmálum nýst afar vel við að túlka stöðuna og við að koma upplýsingum og ólíkum fræðilegum aðferðum á framfæri við almenning á skýru og skiljanlegu máli. Í þeirri umræðu sem fram hefur komið að undanförnu hefur sýnt sig hversu mikilvægt það er að eiga öfluga vísindamenn á þessu sviði eins og Háskóli Íslands teflir fram.
Sérfræðingar Háskóla Íslands í efnahagsmálum hafa einnig verið i viðtölum við fjölmarga erlenda fjölmiðla á síðustu vikum, en hagfræðingar- og viðskiptafræðingar Háskólans hafa m.a. verið í viðtölum við ítalska, svissneska, bandaríska, þýska og norræna fréttamiðlamiðla á síðustu vikum. Fjölmiðlar hafa einnig leitað eftir áliti annarra sérfræðinga við Háskólann, m.a. til sagnfræðinga, heimspekinga, bókmenntafræðinga og íslenskufræðinga. Sem fyrr þegar krefjandi spurningar brenna á þjóðinni eru það sérfræðingar Háskóla Íslands sem eru inntir svara.
Titill
Gylfi Zoëga
Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu skemmtilegan pistil nýlega í Morgunblaðið. „Uppáhaldshagfræðingurinn minn er Gylfi Zoëga,“ segir Kolbrún. „Þegar hann mætir á skjáinn finnst mér að þarna sé hagfræðingur sem láti ekkert hagga ró sinni.“
Gríðarlegur áhugi fjölmiðla og almennings á hagfræðingum og kenningum þeirra hefur vakið athygli blaðamanna og t.d. skrifar Kolbrún Bergþórsdóttir, blaðamaður á Morgunblaðinu skemmtilegan pistil nýlega í Morgunblaðið.
„Uppáhaldshagfræðingurinn minn er Gylfi Zoëga,“ segir Kolbrún, en Gylfi er einmitt forseti Hagfræðideildar við Háskóla Íslands. „Þegar hann mætir á skjáinn,“ heldur Kolbrún áfram, „finnst mér að þarna sé hagfræðingur sem láti ekkert hagga ró sinni. Það er alveg sama hversu dökkum litum fréttamaðurinn málar ástandið, alltaf horfir Gylfi Zoëga á hann með umburðarlyndissvip og segir að þetta sé nú ekki alveg svona slæmt. Þetta er hagfræðingurinn sem þjóðin þarf á að halda.“