Header Paragraph

Náttúran er gjöful á lyf

Image
Elín Soffía Ólafsdóttir, Hannes Petersen og Sophie Jensen. Samsett mynd.

Lyfjavirk náttúruefni

Elín Soffía Ólafsdóttir, prófessor í lyfja- og efnafræði náttúruefna, segir okkur frá leitinni að lyfjum í íslenskri náttúru og hvernig nýta megi plöntur og lífverur til lyfjagerðar.

Hannes Petersen, dósent í læknisfræði, segir m.a. frá því að lyf úr náttúruefnum megi jafnvel nýta í stað hefðbundinna sýklalyfja til að vinna á bakteríum í miðeyra.

Sophie Jensen, doktorsnemi í lyfjafræði við Háskóla Íslands, vinnur einnig að rannsóknum á vaxtahemjandi lyfjum gegn krabbameini og malaríu úr soppmosa sem leynist á lækjarbökkum á Íslandi.