1917
Fyrstu styrkir veittir úr Háskólasjóði Hins íslenska kvenfélags
Tveir læknanemar við háskólann, þær Kristín Ólafsdóttir og Katrín Thoroddsen, hlutu hvor um sig 45 króna styrk. Sjóðurinn var afhentur Háskóla Íslands árið 1916 og nam hann þá rúmlega fjögur þúsund krónum. Fénu var ætlað til styrktar efnilegum kvenstúdentum til náms við Háskóla Íslands samkvæmt skipulagsskrá.
Fyrst kvenna til að ljúka embættisprófi frá Háskóla Íslands
Kristín Ólafsdóttir útskrifast með embættispróf í læknisfræði og er fyrst kvenna sem lýkur prófi frá Háskóla Íslands.
Image